Velkomin á heimasíđu Reykkofans - hangikjot.is

 

Reykkofinn 

litla sveitabúðin

Heimareykt - bragðsins vegna !  

 hrtt_hangikjt_og_reyktur_silungur_640

Við erum sauðfjárbændur á Hellu í Mývatnssveit og vinnum hluta af okkar afurðum og seljum beint til neytenda.  

Við leggjum áherslu á kofareykta hangikjöt og framleiðum það samkvæmt gömlum hefðum með okkar útfærslu. 

Síðan höfum við til sölu frosið lambakjöt  niðursagað í neytendapakkningar.  Markmið okkar er að afgreiða einungis úrvalskjöt.

Einnig erum við með unna kjötvöru og er þar helst að nefna sperðla, hakk, hvundagsteik og hryggvöðva (file, prime og lundir).

Til margra ára höfum við reykt silung bæði úr Mývatni og eldisfisk frá nágrannasveitum og er silungurinn ávallt til sölu.

Vörurnar eru til sölu í "litlu sveitabúðinn" okkar heima á Hellu og einnig er hægt að panta hér á heimasíðunni.  Litla sveitabúiðn er alltaf opin þegar við erum heima. 

Nánari upplýsingar um vöruval og verð eru undir liðnum "vörur og verð".  

panta hér     panta hér

 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning