búskapur

Bændur og búalið! Steinunn Ósk og Birgir

Frá árinu 1998 höfum við, Birgir Valdimar Hauksson og Steinunn Ósk Stefánsdóttir stundað sauðfjárbúskap Mývatnssveit.

Við hófum okkar búskap á að leigja aðstöðu og jarðnæði í Vindbelg en árið 2004 fluttum við hingað heim og stundum búskapinn í samstarfi við Örn Hauksson og Þóru Ottósdóttur á Stiklum.

Það ár byggðum við ný 280 m2 fjárhús þar sem féð gengur eingöngu á taði. Erum við ánægð með þetta nýja hús sem er bæði hlýtt og hljóðlátt og virðist fénu líða þar afar vel.Steinunn, Lovísa, Birgitta og Marta

Í sauðfjárbúskap koma tímabil þar sem gott er að hafa áhugasamt búalið til aðstoðar og hafa börnin okkar Arnþór Haukur, Anton Freyr og Aðalbjörg verið dugleg að grípa í verk þegar þess er þörf. Auk þess eru þau Haukur og Fríða okkur ómetanleg stoð svo og allar litlu vinkonur okkar sem koma í sveitina að hjálpa til.

logo

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning