framleiğslan - vörur

 hangilri__reykkofa

Framleiðslan

Við framleiðum vörurnar okkar úr lambakjöti, sauðakjöti og ærkjöti.

Íslenska lambakjötið hefur ávallt þótt gæðavara.  Lömb sem hafa alist upp á fjölbreytilegu gróðurlendi Mývatnsöræfa er einstaklega bragðgott kjöt. 

Sauðakjöt þykir mörgum besta kjötið enda sérlega bragðmikið.  Sauðakjötið er af veturgömlu fé.  Mjög lítið er af sauðakjöti á Íslenskum markaði í dag, þó svo að löng hefð sé fyrir neyslu þess.  Hér er því um sjaldgæfa gæðavöru að ræða. 

Ærkjöt er afar bragðmikið kjöt og hentar vel sem reykt og hangið.  Ærkjöt er einnig mjög gott nýtt í hakk sem hráefni í bollur, pottrétti og hamborgara.  Ærkjöt er kjöt af ám eldri en veturgömlum.

   --  oo  --

Við leggjum sérstaka áherslu á kofareykta hangikjötið og bjóðum m.a. upp á hangilæri til suðu “jólahangikjötið” og “tvíreykt” kjöt  fyrir þá sem vilja narta í kjötið hrátt.

Síðan höfum við til sölu frosið lambakjöt, niðursagað að óskum neytenda.  Við  tökum kjötið heim strax eftir slátrun, látum það hanga og meyrna fyrir frystingu.  Við það verður kjötið bragðmeira og er tilbúið til eldunnar strax eftir þiðnun.

Unnin kjötvara er á boðstólnum s.s hakk, sperðlar, hvundagssteik, hryggvöðvar og lundir.

Til margra ára höfum við reykt silung bæði úr Mývatni og eldisfisk frá nágrannasveitum og er silungurinn ávallt til sölu.

Allt okkar hangikjöt er taðreykt og kemur taðið frá býlinu. 

Við taðvinnsluna leggjum við áherslu á góð og vönduð vinnubrögð og verkum það samkvæmt gömlum hefðum, látum það veðrast vel, þurrkum, hreykjum og stöflum í stæður. 

Nánari upplýsingar um vöruval og verð er á eftirfarandi undirsíðum; “hangikjöt“, “lambakjöt“, “hryggvöðvi og lundir“, “hakk“, “sperðlar“, “kæfa“ og “reyktur silungur“.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning